Site menu:


Almennar upplýsingar

Svæðisskipulag
Svæðisskipulag Mýrarsýslu 1998-2010 er í gildi. Þar er deiliskipulagssvæið merkt landbúnaðarland, skógrækt og frístundabyggð.

Deiliskipulagssvæðið
Skipulagssvæðið er á Mýrum í Borgarbyggð. Það er 55,6 ha. Svæðið einkennist af háum klettaborgum með mýrardrögum á milli.

Vatnsveita
Borað verður eftir vatni. Brunnsvæði er í 5m radíus umhverfis brunn og verður það girt mannheldri girðingu. Grunnsvæðið er í 30m radíus umhverfis brunn. Á þessu svæði er notkun á hættulegum efnum og birgðageymsla slíkra efna bönnuð. Staðsetning borholu, brunnsvæðis og grannsvæðis, veðrur sýnd á uppdrætti og skilað til heilbrigðisfulltrúa og hlutaðeigandi aðila samanber relgugerð nr.536/2001 um neysluvatn.

Rafmagn
Rafmagn verður lagt um svæðið í samráði við RARIK

Sorp
Sorpi á að skila í sorpgám á svæði fyrir sorpgáma á vegum sveitarfélagsins

Rotþrær
Rotþrær verða samnýttar þar sem því verður við komið, en annars verður rotþró við hvern bústað og skal hún staðsett innan byggingareitar í samráði við heilbrigðisfulltrúa sveitarfélagsins. Stærð rotþróa miðast við heilsársbúsetu. Ganga skal frá rotþróm samkv. Byggingareglugerð nr. 441/1998, og reglugerð nr. 798/1999 og 799/1999 um fráveitur, skólp og meðhöndlun seyru. Víðsað er einnig í leiðbeiningar Umhverfisstofnunnar um rotþrær og siturlagnir (2002).

Vegakerfi og bílastæði
Aðkoma er frá þjóðvegi 52, Snæfellsnesveg. Tveir stofnvegir liggja um svæðið, allst 1375 m. Vegur liggur um þjónustusvæðið að Brókarvatni.

Fornleifar
Fornleifafræðistofan sá um deiliskráningu fonrleifa á deiliskipulagssvæðinu. Vettvangsathugun var framkvæmd af Söndru Sif Einarsdóttur í nóvember 2007. Skráðir voru 4 minjastaðir, 3 vörður og ein mógröf, á skipulagssvæðinu. Tekið er tilltit til minjastaða í skipulaginu og þess gætt að minjastöðum verði ekki raskað. Ef áður ókunnar fornleifar finnast á svæðinu við uppgröft skal tilkynna það til Fornleifaverndar ríkisins. Óheimilt er að raska fornleifum sem kunna að koma í ljós við uppgröft nema að finginni heimild minjavarðar Vesturlands.

Skipulagsskilmálar
Lóðir
Lóðir eru 37. lóðastærð er frá 0,57-2,3 ha.
Lóðirnar raðast meðfram stofnvegum. Lóðir og byggingareitir verða hnitsettar á mæliblað. Lóðir verða seldar sem leigu- og eignarlóðir. Svæði utan lóða eru sameign allra lóðaeigenda (1/37 á lóð).

Byggingareitir
Byggingareitur er afmarkaður á hverja lóð á deiliskipulagsuppdrættinum.
Bygginareitur er 50 m frá Brókarvatn innan þjónustusvæðis fyrir 40 fermetra þjónustuhús.

Frágangur lóða
Lóðareigandi skal ganga þannig frá lóðina eftir byggingaframkvæmdir að ekki sé hætta á uppblástur í opin sár í gróðurþekjuna eða skemmd á gróðri.

Þjónustusvæði
Þjónstusvæði er skilgreint fyrir frístunda starfsemi er tegist Brókarvatni. Við Brókarvatn má byggja bátabryggju. Nótkun vélknúinna tækja á Brókarvatni er ekki leyfileg. Innan byggingareits þjónsuhúss má geyma báta, kajaka og bátakerrur. Báta og kajaka má geyma yfir sumarið við vatnsbakkan.

Gönguleiðir
Um frístundabyggðina liggur gönguleið um hæstu svæðin og meðfram vatnsbökkum.

Girðingar
Svæðið er girt sameiginlegri girðingu. Ekki er heimilt að girða einstaka lóðir.

Leiksvæði
Á þjónustusvæðinu má útbúa leiksvæði.

Byggingaskilmálar

Byggingar
Grunnflötur frístundahúss skal vera 100-400 fermetrar og skal það vera á einni hæð. Frístundahús má vera ein til þrjár stakar byggingar og skulu þær tengjast með pöllum eða skjólveggjum. Hámarks hæð húss er 4,8 m. Þakhalli má vera 0-45 gráður. Hæð á gólfplötu má ekki vera meiri en 30 cm yfir frágengið yfirborð lóðar við húsvegg. Byggingarefni er frjálst en litaval á útveggjum og þökum skal vera lítið áberandi. Gólhæð pallar við hús má ekki vera meiri en 30 cm yfir frágengið yfirborð lóðar. Heimilt er að setja lýsingu á útveggjum byggingar. Lýsing skal vera hógvær. Ríkjandi stefna byggingar skal vera samhliða hæðarlínum.

Lóðarmörk
Lóðarmörk verða merkt 50 cm hásum ryðfríum hæðarlínum.

Þjónstuhús
Innan byggingareits þjónustusvæðis má reisa 40 fermetra þjónustuhús/bátaskýli. Hæð húss má vera 3 m. Byggingarefni er timbur og skal það vera klætt dökkum klæðning. Þjónustuhús er ekki ætlað til gistingar.