Site menu:


Afþreying

Engum þarf að leiðast á Vesturlandi því fjölbreytnin í afþreyingu er mjög mikil og ekki síst fyrir barnafjölskyldur.

Fjöldi gönguleiða af öllum erfileikastigum eru víðsvegar um Vesturland sem leiða mann um hverja perluna á fætur annarri. Skipulagðar jöklaferðir eru á Snæfellsjökul og Langjökul með mismunandi farartækjum jafnvel hundasleðum. Bátsferðir um Breiðafjörð er sannkallað ævintýri fyrir alla aldurshópa, hægt er að velja um ævintýrasiglingu, fuglaskoðun eða bara renna fyrir fisk í soðið.

Nokkrar hestaleigur bjóða upp á útreiðatúra um fallegar náttúru og hægt er að velja milli tíu golfvalla hver með sína sérstöðu. Vesturland skartar gjafsælum veiðistöðum hvort heldur er í ám, vötnum eða við strandlengjuna.

Eftir góðan dag er við hæfi að láta þreytuna líða úr sér í einhverri sundlauginni sem finna má víða á Vesturlandi.