Site menu:


Jeppa og jöklaferðir

Ferð á Snæfellsjökul í miðnætursólinni er upplifun sem ekki má láta fram hjá sér fara.
Jökullinn hefur hopað undanfarin ár og því getur verð varasamt að fara um hann nema leita upplýsinga um ástand hans áður til dæmis hjá Snjófelli á Arnarstapa sem er með skipulagðar ferðir á Snæfellsjökul.

Ekki síður er eftirminnilegt að þeysa um sléttur Langjökuls, næststærsta jökuls Íslands. Nokkrir aðilar bjóða upp á ferðir þangað og sumarið 2010 var byrjað með hundasleðaferðir á jöklinum.