Site menu:


Handverk og hönnun

Mikil gróska er í handverki og hönnun á Vesturlandi og fjölbreytnin er mikil.

Ullarselið á Hvanneyri er með elstu sérverslunum á landsbyggðinni sem selur einungis gæðahandverk úr íslensku hráefni. Ullarselinu var komið á fót haustið 1992 sem þróunarverkefni að tilstuðlan Bændaskólans á Hvanneyri, Búnaðarsamtaka Vesturlands og Kvenfélagasambandanna á Vesturlandi.

handverk Merkið með "Átta blaða rósinni" sem Vegagerðin notar til að kynna handverksstaði er hannað af Philippe Ricart í samvinnu við Ullarselið.

Í öllum stærri þéttbýlisstöðunum er margvíslegt handverk í boði ýmist í sérverslunum, litlum galleríum eða í heimahúsum hjá framleiðendunum sjálfum. Mismunur er milli staða hvaða handverk er í boði, sum staðar er lögð áhersla á hluti unna í tré eða gler annars staðar er leir eða gullsmíði og fatahönnun.

Nokkur gallerí eru í dreifbýlinu og eru þau merkt inn á Ferðaþjónustukort Vesturlands.