< Raðhólar - Sumarsæla - Þéttbýli

Site menu:


Þéttbýli

Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.500 íbúa.

Flestir bæir liggja við sjávarsíðuna þar sem aðalatvinnuvegurinn hefur þróast í kringum sjávarútveginn. Aðrir staðir hafa byggst upp á þjónustu við landbúnaðinn svo sem Borgarnes og Búðardalur en Hvanneyri og Bifröst byggjast upp vegna öflugra skóla á stöðunum það er Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Bifröst.

Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær, ásamt Snæfellsjökulsþjóðgarði fengu Green Globe umhverfisvottun samfélaga árið 2008 og síðan var vottunin endurnýjuð í júlí 2010 en heitir nú Earth Check. Svæðið var fyrsta samfélagið í Evrópu til þess að hljóta slíka vottun og það fjórða í heiminum.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði.